Næsta þrekmeistaramót fer fram 10. nóvember á Akureyri. Um 16 dómarar dæma á hverju móti og hefur harðsvírað gengi dómara dæmt á hverju móti fram til þessa. Alltaf vantar þó fleiri dómara og er nú leitað að áhugasömum sem vilja læra dómgæslu. Verðandi dómarar þurfa að mæta daginn áður og undirgangast þjálfun og kennslu í æfingunum tíu.Þeir sem hafa áhuga á að læra dómgæslu á þrekmeistaranum geta sent tölvupóst á fitness@fitness.is með nafni og síma. Keppendur koma ekki til með að fá að sækja dómaraþjálfunina.