Fjölmennasta og sterkasta fitnessmót ársins sem frem fer á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Austurbæ við Snorrabraut á laugardaginn kl 17.00. 44 keppendur eru skráðir til keppni og búast má við harðri keppni um bikarmeistaratitil Alþjóðsambands líkamsræktarmanna.Haldin eru tvö fitnessmót á ári á vegum IFBB, Alþjóðasambands líkamsræktarmanna. Íslandsmótið fer alltaf fram um Páskana á Akureyri en Bikarmótið fer fram um næstu helgi í Austurbæ í Reykjavík. Á síðasta ári kepptu 27 keppendur á Bikarmótinu, en á laugardaginn keppa 44 keppendur í fitness og vaxtarrækt sem er þátttökumet. Þetta er því fjölmennasta fitnessmót ársins sem haldið verður á höfuðborgarsvæðinu. Dagskrá Bikarmóts Alþjóðasambands líkamsræktarmanna 2007 1 Módelfitness Lota 1: Módellota – íþróttafatnaður 2 Fitness karla Lota 1 Samanburður og 7 skyldustöður 3 Fitness konur – 164 sm – Lota 1 Svart bikini 4 Fitness konur + 164 sm – Lota 1 Svart bikini 5 Módelfitness Lota 2 Svart bikini 6 Fitness konur -164 sm Lota 2 Sundbolur 7 Fitness konur + 164 sm – Lota 2 Sundbolur 8 Módelfitness Lota 3 Blandað bikini Hlé 15 mínútur 9 Fitness karla, Lota 3 Skyldustöður og úrslit. 10 Fitness konur 164 sm, Lota 3 Blandað bikini og úrslit. 11 Fitness konur + 164 sm, Lota 3 Blandað bikini og úrslit 12 Módelfitness, Lota 4 Sundbolur og úrslit 13 Vaxtarrækt karla, Lota 1 Skyldustöður og samanburður 14 Vaxtarrækt konur, Lota 1&2 Frjálsar stöður 15 Vaxtarrækt karlar, Lota 2 Frjálsar stöður við tónlist 16 Fitness konur Bikarmeistari kvenna í fitness. 17 Vaxtarrækt konur, Lota 3 Úrslit 18 Vaxtarrækt karlar, Lota 3 Samanburður og úrslit 19 Fitness konur Bikarmeistari kvenna í fitness – Úrslit Móti lokið Keppendum í öllum flokkum er bent á að vigtun og hæðarmæling fer fram föstudaginn 23. nóvember kl 20.00 í World Class Laugum. Hægt er að kaupa miða á www.midi.is og við innganginn.