Í ítalskri rannsókn sem gerð var við Háskólann í Róm kom í ljós að vel þjálfaðir einstaklingar þurftu að auka hraða og sprengikraft til þess að halda áfram að ná árangri. Gerður var samanburður á æfingum lyftingamanna sem æfðu bekkpressu hratt og þeirra sem æfðu hana á sínum hraða. Að þremur vikum liðnum voru þeir sem æfðu sprengikraftinn juku hraðann í lyftunum búnir að bæta sig að jafnaði um 10% og auka lyftuhraðann um rúmlega 2%. Framfarirnar voru hinsvegar innan við eitt prósent hjá þeim sem æfðu hægar. Það er vel þekkt að skipta þurfi reglulega um æfingakerfi til þess að halda áfram að ná árangri og hér gildir að hafa hraðann í lyftunum sömuleiðis í huga. Fjölbreytni minnkar líkurnar á stöðnun.

(International Journal Sports Medicine, vefútgáfa 8. Febrúar 2012)