Ketilbjöllusveiflan er ein besta alhliða æfingin sem völ er á til þess að æfa allan líkamann. Sveiflan á sér rætur í mjaðmahreyfingu og bognum hnám og krefst þess að efri hluti líkamans hafi stjórn á þyngdinni. Svonefndir kjarnavöðvar æfast einnig vel í þessari hreyfingu. Hreyfingin sem myndast við að sveifla 17 kg ketilbjöllu er svipuð og hnébeygjuhreyfingin. Magavöðvarnir taka líka á og í heildina styrkjast bakvöðvarnir í kringum hryggjasúluna mjög mikið. Æfingin veldur átaki sem er öfugt miðað við hnébeygjuátakið og átak svipaðra æfinga. Hafa þarf í huga að ketilbjöllusveiflan er góð fyrir bakið sé hún gerð rétt, en getur valdið vandamálum ef hún er ekki rétt gerð.

(Journal Strength and Conditioning Research, 26: 16-27, 2012)