Ein vinsælasta axlaæfingin er uppréttur róður. Hún tekur á axlavöðvana, trappann og tvíhöfðann. Hún getur hinsvegar lagt of mikið álag á axlaliðina ef hún er ekki gerð rétt og skapað þannig óþarfa króníska axlaverki. Um 75% fólks sem stundar hreyfingu verður fyrr eða síðar fyrir einhverjum axlavandamálum á borð við belgbólgu, slit á axlaliðnum eða axlaklemmu. Flest þessara vandamála verða til þegar olnbogar eru beygðir meira en 90 gráður án þess að snúa öxlunum. Uppréttur axlaróður getur því klemmt vefi sem veldur verkjum og óþarfa vandamálum. Brad Shoenfeld og félagar mæla með að gera upprétta róðurinn með stöngina nálægt líkamanum og halda olnbogunum innan 90 gráðu beygju og lágmarka þannig álagið á axlaliðina og gera æfinguna þannig öruggari.

(Strength Conditioning Journal, 33 (5): 25-28, 2011)