Monica Brant atvinnumaður í formfitness hjá IFBB. (c) Kevin HortonStofnuð hefur verið atvinnumannadeild í formfitness hjá IFBB. Hér á landi er enn sem komið er enginn atvinnumaður í formfitness, en þar sem Ísland er aðili að IFBB er ekkert því til fyrirstöðu að keppendur héðan geti gerst atvinnumenn í þessari keppnisgrein. Atvinnumannadeildir hafa verið starfandi í fitness og vaxtarrækt karla og kvenna, en viðbrögðin við hinni nýju keppnisgrein erlendis hafa verið mjög góð og því var talin full þörf á að stofna atvinnumannadeild. Í formfitness er megináherslan lögð á fegurð og íþróttamannslegan vöxt.

Í Bandaríkjunum hefur formfitness orðið til þess að auka keppendafjölda og ennfremur auka áhuga stuðningsaðila og áhorfenda á keppnisgreininni og þannig orðið þessum keppnisgreinum til vegsauka. Að sögn Wayne DeMilia sem er varaforseti atvinnumannadeildar IFBB fóru 25-30% fitnesskeppenda yfir í formfitness á síðasta ári og nú þegar hafa um 50 gerst atvinnumenn. Ein af ástæðunum fyrir því að keppendur hafa tekið þessari keppnisgrein vel, er sú að álag á líkamann í þjálfun er ekki eins mikið og í íþróttafitness þar sem ekki er þörf á að gera danslotu. Á síðasta Íslandsmóti var augljóst að talsverður fjöldi keppenda flutti sig úr íþróttafitness yfir í formfitness og því sama þróun hér og erlendis, en vonandi geta þessar tvær greinar þrifist áfram þar sem mikill sjónvarsviptir væri af því að missa danslotuna alveg út úr fitnesskeppnunum.