Eftir að þrítugsaldri er náð er ekkert óeðlilegt við að formið dali örlítið eftir því sem árin líða. Hlauparar hlaupa sömu leiðina 0,2% hægar en árið á undan eftir þrítugsaldurinn samkvæmt hollenskri rannsókn.

Með æfingum er hinsvegar hægt að plata náttúruna og halda sér yngri en raunin er. Galdurin er að æfa með hlaupahóp eins og þeir sem tóku þátt í rannsókninn sem hér um ræðir.

Ef þú æfir reglulega er góður möguleiki á að þegar þú nærð sextugsaldri sértu í betra formi og hlaupir hraðar en fertugur jafnaldri þinn sem ekki er í formi. Rannsóknir á 194.560 hlaupurum sýndi fram á að þeir sem æfa hlaup, hlaupa 15,7% hraðar en þeir sem eru ekki í þjálfun. Rannsóknin sýndi einnig fram á að karlar dala hraðar en konur. Frammistaða þeirra dalaði 5,9% meira en kvenna með aldrinum.