Það var nú þannig í gamla daga að fólk borðaði sínar máltíðir við borðstofu- eða eldhúsborðið en ekki gjarnan fyrir framan sjónvarpið í sófanum eða jafnvel uppi í rúmi eins og algengara gerist.

Það er ekki bara það að sameiginlegar máltíðir við eldhúsborðið styrki fjölskyldutengslin, heldur er hægt að fullyrða að menn fitni minna við eldhúsborðið, heldur en fyrir framan sjónvarpið uppi í sófa. Hvers vegna? Ástralskir vísindamenn sem hittust á árlegri ráðstefnu meltingarfræðinga af ýmsu tagi sögðu frá því að með því að nota hátíðni til þess að fylgjast með meltingu fyrir og eftir máltíðir hafi komið í ljós að fólk var lengur svangt þegar það borðaði uppi í rúmi, heldur en ef borðað var sitjandi. Þegar borðað er sitjandi er megnið af fæðunni í neðri hluta magans. Þannig teygist á nemum sem flytja boð um matarlyst og send eru boð um að hungrinu sé lokið. Stellingar höfðu hinsvegar engin áhrif á það hversu hratt fæðan fór úr maganum og neðar í meltingarveginn, einu áhrifin voru á hvatann til að borða meira. Í stuttu máli – ef þú þarft að hafa áhyggjur af aukakílóunum – borðaðu þá sitjandi.

(Reuters Health, 21, maí, 2003)