Fjöldi íþróttamanna keppa í greinum sem krefjast þess að menn séu í ákveðnum þyngdarflokkum. Þegar þessar íþróttagreinar byggja á þörf fyrir styrk skiptir íþróttamennina máli að varðveita styrkinn þegar að því kemur að þurfa að létta sig. Þetta á fyrst og fremst við um íþróttir þar sem keppendur þurfa að létta sig keppninnar vegna. Þetta tíðkast í t.d. júdó og öðrum bardagaíþróttum, kraftlyftingum og tvíþraut svo eitthvað sé nefnt.

Léttist menn of hratt er hætt við að styrkurinn glatist og þar af leiðandi frammistaðan. Léttist menn hinsvegar jafnt og þétt á löngum tíma varðveitist styrkurinn mun frekar. Norskir vísindamenn gerðu rannsókn á sínum bestu íþróttamönnum og komust að því að töfraformúlan að varðveitingu styrksins var að gæta þess að léttingin yrði ekki meiri en sem nemur 0,7% líkamsþyngdar á viku – eða í nágrenni við hálft kíló hjá flestum.

Aðrar rannsóknir hafa sömuleiðis sýnt fram á að prótín–bætiefni sem tekin eru á meðan léttingu stendur hjálpa líka við að varðveita styrk og vöðvamassa. Íþróttamenn sem þurfa að létta sig til þess að ná að keppa í ákveðnum þyngdarflokk ættu því að skipuleggja léttinguna með góðum fyrirvara til þess að auka líkurnar á góðri frammistöðu.

(International Journal Sports Nutrition Exercise Metabolism, 21: 97-104, 2011)