Þrekmeistarinn er á góðri leið með að verða ein vinsælasta keppnisgreinin meðal almennings. Um næstu helgi fer fram fjölmennasta keppnin til þessa þegar 358 keppendur frá 26 æfingastöðvum og 16 bæjarfélögum hittast í Íþróttahöllinni á Akureyri.

Óhætt er að fullyrða að bestu keppendur landsins mæti til keppni að þessu sinni. Margir ætla sér að reyna við gildandi Íslandsmet í sínum flokki. Keppt er í liða og einstaklingskeppnum og tvenndarkeppni.  

Dagskrá keppenda

Föstudagur 6. nóvember
Kl. 21.00 Fundur fyrir keppendur.
Allir keppendur mæti í sal Íþróttahallarinnar á Akureyri.
Ef einhver getur ómögulega mætt á keppendafundinn þarf að senda tölvupóst á keppni@fitness.is eða biðji einhvern að láta vita af sér á fundinum. Fundinum er ætlað að fara yfir mætingu keppenda og fjalla um reglur. Þeir sem mæta ekki og láta ekki vita verða strikaðir út af rásröðinni. Ath: Ekki verður gefinn kostur á að prófa brautina eftir fundinn. Stefnt er á að keppendur sem telja sig þurfa, hafi tækifæri til að prófa brautina á milli kl 7.45 og 8.15 og á laugardagsmorgninum.

Endanlega rásröð verður birt á föstudagskvöldinu, eftir fundinn, á fitness.is. Gera má ráð fyrir að rásröðin taki smávægilegum breytingum fram að keppni.

Laugardagur 7. nóvember
Kl. 9.00 keppni hefst  (ath breyttan tíma)
1.
Einstaklingsflokkar kvenna
2. Einstaklingsflokkar karla
3. Tvenndarkeppni
Hlé*
4. Liðakeppni kvenna
5. Liðakeppni karla

*20 mínútur líða á milli ræsinga síðustu keppenda í tvenndarkeppninni og fyrstu keppenda í liðakeppni kvenna. Kemur út sem ca 15 mín hlé.  
Áætlað er að keppnin standi frá kl 9.00-17.00. Á síðasta móti var ræst inn í brautina á 7,6 mínútna fresti að meðaltali. Að þessu sinni er um að ræða 67 ræsingar x 7,6 mínútur sem þýðir að mótið kemur til með að standa í um 8 tíma með verðlaunaafhendingu.

Greiðslur keppnisgjalda
Þeir sem eiga eftir að greiða keppnisgjöldin, endilega geri það á morgun, þriðjudag til þess að skráning sé gild.
Keppnisgjald einstaklinga er kr. 3.000,-
Keppnisgjald hvers liðsmanns eða keppanda í tvenndarkeppni kr. 2.000,-
Einstaklingar sem keppa líka í liða, eða tvenndarkeppni greiða bæði keppnisgjöldin, kr. 5000,-

Banki 1145-26-5534 kt:680501-2540 og sendið kvittun á netfangið keppni@fitness.is

Starfsmenn?
Ef einhver veit um viljuga starfsmenn sem væru til í að hjálpa til í t.d tímavörslu á mótinu væri vel þegið að fá aðstoð. Mótið verður langt og því þarf helst að vera mögulegt að skipta út dómurum og tímavörðum.

 

 

Annað:

Fylgist endilega með á fitness.is, þar gætu hagnýtar upplýsingar skotið upp kollinum fram að helgi. Ábendingar um villur í skráningum mega endilega sendast á einar@fitness.is

Sjáumst hress um helgina…

Bestu kveðjur

Einar og Siggi