Enn berast skráningar frá keppendum á Bikarmót IFBB sem fer fram 19. nóvember í Háskólabíói. Nú þegar hafa 112 keppendur skráð sig, en skráningu lýkur 7. nóvember. Keppendur eru eflaust spenntir að vita hvernig flokkaskiptingin er það sem af er en hún er um það bil svona:

 

Fitness karla = 10

Fitness karla unglingar = 10

Fitness kvenna +35 = 1

Fitness kvenna undir 163 sm = 3

Fitness kvenna yfir 163 sm = 8

Fitness kvenna unglinga = 4

Módelfitness kvenna undir 167 sm = 26

Módelfitness kvenna yfir 167 sm = 22

Módelfitness kvenna unglingar = 18

Vaxtarrækt = 10, þar af tvær konur.

Tekið skal fram að eflaust eiga einhverjir eftir að hellast úr lestinni og sömuleiðis einhverjir eftir að skrá sig. Þeir sem eiga eftir að skrá sig ættu að gera það sem fyrst. Endanlegur keppendalisti verður birtur um leið og skráningu lýkur.

Einar Guðmann