EG8_9310Kúnstin við að ná árangri í vaxtarrækt er að varðveita vöðvamassann um leið og skorið er niður. Ef léttingin gerist of hratt er hætt við að vöðvamassinn hverfi með aukakílóunum og það er nokkuð sem vaxtarræktarmenn kæra sig ekki um. Eldra fólki er hættara við að tapa vöðvamassa en yngra fólki. Hvort sem heilbrigðis- útlits, eða keppnissjónarmið liggja að baki léttingunni þarf að hafa í huga að hraðri léttingu fylgir nánast alltaf mikið vöðvatap. Mikilvægi vöðvamassans er mikið hvort sem markmiðið er betri efnaskiptaheilsa, útlit eða forskot í keppni. Vaxtarræktarmenn og eldra fólk getur komið á móts við vöðvatapið sem fylgir léttingunni með því að taka aukalega prótín og amínósýruna leucin (levsín) í formi bætiefna. Leucine amínósýran gegnir mikilvægu hlutverki í nýmyndun prótíns í ferli sem nefnis mTOR. Prótín og bætiefni geta hjálpað til við að bæta líkamanum upp það tap sem fylgir léttingunni og viðhaldið þannig betur vöðvamassanum.
(Obesity, 20:1780-1786, 2012)