Valerija Rjabchuk M.
Valerija Rjabchuk M.

Nafn: Valerija Rjabchuk M.
Fæðingarár: 1998
Bæjarfélag: Reykjavík
Hæð: 178
Þyngd: 55
Keppnisflokkur: Módelfitness kvenna unglingafl
Heimasíða eða Facebook: https://www.facebook.com/vala.sexy?fref=ts
Atvinna eða skóli: Réttarholtsskóli

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Það var í Apríl 2011 þegar að mamma mín ákvað að taka þátt í íslenska bikarmótinu það ár, ég var einingis 13 ára en var ákveðin að þetta langaði mig að gera ! so here weeee go !

Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?

Það eru alveg klárlega Kærastinn, Mamma og yndislegasta vinkona mín hún Sólveig , svo getur facebook haft bæði hvetjandi áhrif og niðurdrepandi. Manni langar ekkert að vera heima að borða snakk þegar allt í einu er einhver að posta myndum af flotta kroppinum sínum! Í ræktina með þig bolla. Þetta er ekki að ganga.

Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?

Tek full-body æfingar 3 sinnum á viku í 2 klukkutíma
á mánudögum, miðvikudögum og laugardögum og síðan skipti ég yfir í 3 parta

Efri líkami ( 1 upp í 1 og hálfan tíma )
á þriðjudögum

magi o.s.f ( 1 upp í 1 og hálfan tíma )
á fimmtudögum

Lappir ( 1 upp í 1 og hálfan tíma )
á föstudögum

og síðan er smá hvíldar pása á sunnudögum.

Hvernig er mataræðið?

( 08:00 – 10:00 ) hafragrautur með bönönum og hnetum eða egg.

( 12:00 – 14:00 ) fiskur eða kjúkjlingur með smá salati

( 15:00 – 18:00 ) eitthvað létt, t.d lítin prótínhristing eða prótínstykki, nokkra ostbita með kjöti o.s.frv.

( 19:00 – 20:00 ) kjúklingur eða fiskur.

Seinustu 2 vikur fyrir mót borða ég ekki yfir 25 g af kolvetnum og upp í 160 g af fitu og 140 g prótínum á dag og drekk rjóma og vatn.

Hvaða bætiefni hefur virkað best fyrir þig?

Nutramino.

Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?

Mánuð fyrir keppni fer ég á Super thermogenic RASP fat burning pills og byrja að taka eina á dag um morgnana í firstu 2 dagana og svo á þriðja daginn og út mánuðinn, tvær á morgnana og 1 fyrir æfingu, síðan klukkan ( 15:00 – 18:00 ) fæ ég mer lítin prótínhristing og ekkert meira en það, finnst best að nota Nutramino cafe late gainer.

Seturðu þér markmið?

Markmið mitt fyrir fyrsta mótið mitt er örugglega bara að vera í topp 5, síðan í nóvember er stefnt á Íslandsmeistara titilinn, alveg klárt mál! Síðan höldum við bara áfram þaðan.

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Það að sýna fólki sem að heldur að þú getur ekki, að þú GETUR það víst.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?

Hin 27 ára, fullkomna Anna Virmajoki. Held ég hef aldrei séð jafn fullkomin líkama. Klárlega það sem ég stefni á.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?

Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir & Margrét Gnarr, alveg bókað mál.

Uppáhalds lögin í ræktinni?

Þegar ég er í ræktinni finnst mér geðveikt að koma mér í 2003-2008 gírinn ásamt nokkrum Pepp lögum hér og þar. Svona er listinn.

Upgrade með Beyonce og Jay.Z
Work með Britney sprears
The way I are með Timbaland

svo finnst mér fínt að teigja við
F**k you all the time (Shlohmo Remix)
Gold – Bondax
Partition – Beyonce

Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?

Ekkert stress! verum hress!