Upptog með stöng er vinsæl æfing til að byggja upp axlavöðvana, trappann og tvíhöfðana. Ef hún er ekki framkvæmd rétt getur hún hisnvegar myndað óheppilegt álag á vöðvafestingarnar við axlaliðina.

Fyrr eða síðar upplifir meirihluti fólks vandamál sem tengjast axlaliðunum. Orsakirnar eru ýmsar og vandamálin geta sömuleiðis verið breytileg. Flest vandamálin byrja þegar olnbogarnir beygja meira en 90 gráður án þess að snúa axlaliðnum.

Upptog getur hugsanlega valdið vandamálum í axlaliðunum þegar olnbogunum er lyft hærr en 90 gráður. Brad Schoenfeld og félagar ráðleggja fólki að gera æfinguna með stöngina mjög nálægt líkamanum og halda olnbogunum fyrir neðan 90 gráður. Þannig segja þeir að hægt sé að lágmarka álagið á axlaliðina og draga úr áhættunni við að gera æfinguna.
(Strength Conditioning Journal, 33 (5): 25-28)