Djúpar beygjur eru ekki varasamari en margar aðrar æfingar ef þess er gætt að framkvæma þær rétt.
Hnébeygjan er líklega ein vinsælasta æfingin meðal vaxtarræktar- og kraftlyftingamanna. Það er hins vegar hvasst á toppnum. Þar af leiðandi eru þjálfarar, læknar og aðrir sérfræðingar ekki sammála um kosti og ókosti djúpu hnébeygjunnar.
Samkvæmt rannsókn sem kennd er við Klein og birt var árið 1961 reyndust keppnismenn í kraftlyftingum með mýkri liðbönd en meðalmaðurinn. Rannsóknin varð til þess að flestir þjálfarar og bandaríski herinn bönnuðu djúpar beygjur í æfingakerfum.
Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á þveröfugar niðurstöður. Karlkyns kraftlyftinga- og lyftingamenn eru samkvæmt þeim með stífari hnjáliði en gengur og gerist.
Óbeinar vísbendingar eru um að djúpar hnébeygjur auki þrýstinginn á hnéskelina og liðbönd við hnéð. Við mesta álagið í lyftunni er það bakið sem gefur eftir, ekki mjaðmirnar.
Djúpar beygjur eru ekki varasamari en margar aðrar æfingar ef þess er gætt að framkvæma þær rétt. Mestu máli skiptir að framkvæma þær rétt. Skakt átak getur verið skaðlegt.
(Strength Conditioning Journal, 34 (2): 34-35)