konaadhlaupaEmma Marano er 115 ára gömul og er talin fimmti elsti aldursforsetinn í heiminum. Hún segir frá því í viðtali við new York Times að uppskriftin að langlífi sé að borða þrjú hrá egg á dag og vera einstæð. Alla tíð hefur hún neitað því að stíga fæti inn fyrir sjúkrahús og hefur einungis fengið læknisþjónustu heima hjá sér. Öldrunarsérfræðingar eru ekki endilega á þeirri línu að taka undir þessi ráð hennar Emmu. Flestir halda því fram að til þess að verða eldri en 100 ára þurfi góð gen. Tvær systur Emmu urðu rúmlega 100 ára gamlar en líklega er best að velja sér heppilega foreldra ef ætlunin er að ná 100 ára aldri. Það er víst ekki á okkar valdi.
(The New York Times, 15 febrúar 2015)