Magnús Samúelsson
Magnús Samúelsson

Tíu íslenskir keppendur stefna á að keppa á Loaded Cup mótinu í Ringsted í Danmörku sem fer fram laugardaginn og sunnudaginn eftir Íslandsmótið um Páskana. Þetta eru margir af okkar sterkustu keppendum sem ætla sér stóra hluti á mótinu. Sumir keppendurnir verða í tímapressu að komast á mótið þar sem sumir þeirra keppa hér á Íslandsmótinu á fimmtudeginum en þurfa að mæta í vigtun og innritun á mótinu á föstudeginum. Þetta hefur þó gengið ágætlega undanfarin ár. Á síðasta ári varð Magnús Samúelsson annar í undir 100 kg flokki í vaxtarrækt og Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir sigraði í opnum flokki í módelfitness.

Íslensku keppendurnir á Loaded Cup eru að þessu sinni:

Vera Sif Rúnarsdóttir, bikini
Inga Lára Jónsdóttir, bikini
Karen Lind Richardsdóttir, bikini
Vilborg Sigurþórsdóttir, bikini
Kristín Baldursdóttir, Bodyfitness female plus 168
Hlynur Guðlaugsson, CBB -180
Kristín Sveiney, bodyfitness minus 168 cm
Arnór Hauksson, male BB junior
Magnús Samúelsson, -100 BB men
Rannveig Kramer, bodyfitness masters