Af hverju mistakast flestar atlögur að aukakílóunum? Margir vita af eigin raun að það er ekki hægðarleikur að losna við aukakílóin. Oftar en ekki mistakast þær tilraunir af ýmsum ástæðum, en hér á eftir eru algengustu ástæðurnar samkvæmt könnun

Margir sleppa tækja- og lóðaæfingum af ótta við að breytast í vöðvafjöll en það að auka vöðvamassann er hinsvegar það besta sem hægt er að gera til þess að losna við fitu. Ástæðan er sú að mikill vöðvamassi brennir fleiri hitaeiningum en lítill í hvíld. Þannig verður ólíklegra að menn fitni.

Einnar klukkustundar æfing á sólarhring gefur þér ekki leyfi til þess að borða hina 23 tímana.

Margir gera sömu æfingarnar dag eftir dag, jafn lengi. Nauðsynlegt er að breyta álaginu, æfingunum og leggja sig sífellt meira fram.