Þrír íslendingar unnu til verðlauna á Grand Prix móti sem fram fer í Svíþjóð nú um helgina. Sigurður Gestsson varð annar í flokki 40 ára og eldri og Magnús Bess hafnaði í þriðja sæti í -100 kg flokki í vaxtarrækt. Heiðrún Sigurðardóttir sem keppti í fitness hafnaði í þriðja sæti.Sigurður Gestsson keppti ennfremur í -90 kg flokki þar sem hann hafnaði í fjórða sæti. Kristín Kristjánsdóttir frá Selfossi keppti í dag á sínu fyrsta alþjóðlega móti í fitness og hafnaði í 5 sæti í yfir 163 sm flokki, sama flokki og Heiðrún keppti í. Sólveig Einarsdóttir sem keppti í -163 sm flokki í fitness hafnaði í 6 sæti í sínum flokki. Alls keppa 7 keppendur frá Íslandi í Svíþjóð um helgina og ráðast endanleg úrslit hjá öðrum keppendum á morgun, sunnudag. Þá keppa Kristján Samúelsson og Heiðar Ingi Heiðarsson í fitness karla.