Madur med sixpackLíkamsræktarfólk sem tekur bætefni og stundar æfingar reglulega borðar almennt meira prótín, kjúkling og mjólk en þeir sem ekki taka bætiefni að staðaldri samkvæmt könnun sem gerð var á Ítalíu meðal fólks sem stundar æfingastöðvar. Þeri sem taka bætiefni reglulega borða líka meira af grænmeti, hnetum, fiski, eggjum og túnfiski. Mun algengara var meðal þeirra sem aldrei taka bætiefni að borða brauð, bakkelsi og snakk. Sömuleiðis vakti athygli að fólk sem bjó í úthverfum reyndist borða hollari mat en þeir sem búa nálægt miðbæ.
(Journal International Society Sports Nutrition, 11: 30, 2014)