Langtímarannsókn sem gerð var á 1,062 börnum á aldrinum 7 mánaða til 14 ára í Finnlandi sýndi fram á jákvæðan árangur ef foreldrar þeirra brýndu fyrir þeim að æskilegra væri að borða sumar fæðutegundir en aðrar.Brýnt var fyrir börnunum að borða frekar fæðutegundir sem innihalda holla fitu eins og finna má í t.d. fiski, baunum, fræjum og olíum. Þessi finnska rannsóknin fólst í því að næringarfræðingar ráðlögðu helming þeirra fjölskyldna sem tóku þátt að borða enga mettaða fitu og skipta yfir í fituminni mjólk eftir að börnin urðu eins árs. Ennfremur var þeim ráðlagt að reyna að halda orkuhlutfalli fitu í fæðunni í 30-35% hlutfalli . Árangurinn fólst í lægra kólesteróli hjá börnum þeirra foreldra sem höfðu fengið ráðleggingar heldur en hjá börnum foreldra sem ekki fengu neinar ráðleggingar. Niðurstöðurnar vöktu töluverða athygli þar sem offita barna er eins og flestir vita vaxandi vandamál. Góð áminning um að aldrei er of snemmt að árétta fyrir börnum að tileinka sér hollt mataræði.