Við verðum orkulaus ef við fáum ekki þann svefn sem við þurfum á að halda. Þetta orkuleysi ræður miklu um það hvort við þyngjumst, léttumst eða stöndum í stað samkvæmt niðurstöðum safngreiningarrannsóknar sem David Allison og félagar við Alabamaháskólann í Birmingham gerðu. Svefnleysi eykur framleiðslu líkamans á grehlinhormóninu sem þjónar því hlutverki að auka matarlyst. Svefnleysi dregur sömuleiðis úr framleiðslu líkamans á leptínhormóninu en hlutverk þess er að draga úr matarlist. Samkvæmt sumum rannsóknum aukast líkurnar á offitu um 200% hjá þeim sem skortir svefn og tengsl eru á milli sykursýki, háþrýstings og offitu. Svefntruflanir eru mjög algengar meðal barna og geta valdið ýmsum heilbrigðisvandamálum eins og minnisleysi, kransæðasjúkdómum, hjartaslagi og sleni að degi til. Talið er að fjölda slysa á vinnustöðum og í umferðinni megi rekja til svefnleysis. Mælt er með að leita læknis ef þú þjáist af svefnleysi, hrýtur hátt, hættir að anda í 20 sekúndur eða lengur í svefni eða vaknar oft að nóttu til.
(Obesity Reviews, 16: 771-782, 2015)