dolla protein duft handlodÍþróttamenn sem þurfa að létta sig kannast vel við það hve erfitt það er að varðveita vöðvamassa í léttingu. Það fer eftir íþróttagreinum hvort vöðvarýrnun sé mikið vandamál eða ekki. Fyrir aldraða getur vöðvarýrnun hinsvegar verið mjög alvarlegt vandamál.

Nú þegar offita er alvarlegt heilbrigðisvandamál taka margir sig á og létta sig. Léttingunni fylgja margar jákvæðar breytingar en af þeim neikvæðu er vöðvarýrnun ein sú alvarlegasta þegar aldrað fólk er annars vegar.

Aldrað fólk sem glatar vöðvamassa á erfitt með að endurheimta vöðvamassann. Fólk á aldrinum 40-60 ára glatar að jafnaði 20% vöðvamassans. Veruleg vöðvarýrnun meðal aldraðra dregur úr hreyfigetu, blóðsykurstjórnun dalar, beinþéttni versnar og almennt versna lífsgæðin.

Hollenskir vísindamenn hafa sýnt fram á að fólk sem fór á 13 vikna niðurskurðarfæði og fékk 600 hitaeiningum minna en það þurfti til að viðhalda þyngd náði að viðhalda vöðvamassanum með því að fá mysuprótín, levsín og D-vítamín.

Þeir sem tóku þátt í rannsókninni æfðu þrisvar í viku en vísindamennirnir bentu á að styrktaræfingar í bland við prótínneyslu gætu bæði hjálpað of feitu öldruðu fólki að léttast og viðhalda vöðvamassanum.
(American Journal of Clinical Nutrition, 101:279-286, 2015)