Sjónvarpsauglýsingar sem kynna testósterón sem uppsprettu eilífrar æsku hafa valdið sprengingu í ávísun testósteróns til miðaldra karlmanna í Bandaríkjunum. Á árinu 2016 var söluvelta testósteróns hjá lyfjafyrirtækjum 2,8 milljarðar dollara. Spár fyrir 2018 gera ráð fyrir veltu upp á 3,8 milljarða dollara.

Á árinu 2016 var söluvelta testósteróns hjá lyfjafyrirtækjum 2,8 milljarðar dollara. Spár fyrir 2018 gera ráð fyrir veltu upp á 3,8 milljarða dollara.

Lágt testósterón miðaldra karlmanna er bendlað við ótímabæran dauða, hjartasjúkdóma, risvandamál, þunglyndi, vöðvarýrnun, beinþynningu og orkuleysi. Það þarf því engan að undra að lyf sem sagt er leysa öll þessi vandamál skuli seljast vel.

David Handelsman prófessor skrifar um þetta vandamál í ritstjórnargrein. Hann bendir á að læknar ættu frekar að meðhöndla orsakir lágs testósteróns miðaldra og aldraðra karlmanna. Tilhneiging sé til að meðhöndla einungis afleiðingar, ekki orsök.

Hægt er að meðhöndla einkenni lágs testósteróns með æfingum, fækka aukakílóum, hollara mataræði, minni streitu og sofa meira.
(Journal of the American Medical Association,
317:699-701, 2017)