Sara HeimisUm helgina fór fram Arnold Classics mótið í Bandaríkjunum en mótið er kennt við leikarann Arnold Schwartzenegger og er orðið eitt fjölmennasta mót IFBB. Tveir Íslendingar kepptu að þessu sinni á mótinu, þær Sara Heimisdóttir og Sylvia Narvaez. Sara Heimis keppti í fitnessflokki kvenna upp að 170 sm og hafnaði þar í þriðja sæti og Sylvía varð í 12 sæti í sínum flokki en hún keppti í módelfitness upp að 170 sm hæð. Lesa má úr stigagjöfinni í úrslitunum að bæði annað og þriðja sætið í flokk Söru Heimis var með 13 stig og fyrsta sætið með 11 stig því hefur baráttan um fyrstu þrjú sætin verið afar jöfn. Samkvæmt reglum um jafntefli fær sú betra sætið sem fær betri útkomu hjá meirihluta dómara í fyrstu lotunni. Þessi árangur Söru Heimis er því á heimsmælikvarða – enda verður að meta árangur hennar út frá styrkleika mótsins.

Nánari úrslit á IFBB.com

Fleiri myndir er að finna hér.