Um klukkan 13.00 að íslenskum tíma stíga þær Rannveig Kramer og Guðrún H. Ólafsdóttir á svið á Arnold Classics Europe mótinu sem fer fram í dag í Madríd. Rannveig keppir í fitnessflokki kvenna undir 168 sm og Guðrún í undir 163 sm flokki.Í gær lauk keppni í módelfitness þar sem allir íslendingarnir komust í úrslit og náðu frábærum árangri og því verður spennandi að sjá hvernig gengur í dag. Hægt er að sjá myndir frá mótinu á: http://eastlabs.biz/article/2023
Á sama tíma og spennan er í hámarki á mótinu á Spáni eru tveir íslenskir keppendur sem búsettir eru í Noregi að keppa á Norska meistaramótinu. Það eru þær Sólveig Thelma Einarsdóttir og Sólrún Stefánsdóttir. Þær eru báðar komnar í sæti sex efstu í sínum flokkum sem eru yfir og undir 163 sm flokkar auk þess sem Sólrún keppir líka í +35 ára flokki. Við segjum frá gengi þeirra þegar úrslit liggja fyrir hér á fitness.is.