Nafn: Rannveig Hildur Guðmundsdóttir
Fæðingarár: 1990
Bæjarfélag: Reykjavík
Keppnisflokkur: Módelfitness -168 sm
Heimasíða: facebook.com/rannveighildur instagram.com/rannveighildur og bloggari hjá krom.is
Atvinna: Er á 3. ári í Tannsmíði í Tannlæknadeild Háskóla Íslands
Keppnisferill:
Ég keppti á mínu fyrsta móti, Íslandsmóti IFBB í apríl 2014. Íslandsmót IFBB 2014 1.sæti -168 cm módel fitness og 2.sæti í heildarkeppninni (overall).
Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?
Ég hafði lengi fylgst með þegar myndirnar af fitnessmótunum komu inn á netið. Mér fannst allar stelpurnar svo glæsilegar og í svo flottu formi. Ég hugsaði alltaf að ég væri til í að komast í svona form, en myndi aldrei þora að fara upp á svið fyrir framan allt þetta fólk. Þegar ég byrjaði að æfa í Pumping Iron veturinn 2012 hjá Jimmy Routley spurði hann mig mjög fljótlega hvort ég hefði áhuga á að keppa í módelfitness. Hann spurði mig alltaf af og til hvort ég vildi ekki bara prófa að keppa en ég var alltof feimin til að þora því. Einu ári seinna, haustið 2013 lagði ég mikinn metnað í þjálfunina mína, tók hart á því í ræktinni, passaði vel upp á matarræðið og fór af og til í Muy Thai tíma í Pumping Iron. Ég komst í hörkuform og margir farnir að spyrja hvort ég væri að fara að keppa. Þá var það alls ekki á dagskrá, mér fannst þetta bara svo ótrúlega skemmtilegt og ég gat ekki hugsað mér dag án hreyfingar. Í desember 2013 ákvað ég svo að slá til og prófa að skrá mig á Íslandsmót IFBB í apríl 2014. Undirbúningurinn var mjög skemmtilegur, gaman að sjá líkamann mótast, ögra sjálfri mér og stíga gjörsamlega langt út fyrir minn þægindarramma.
Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?
Þegar ég keppti í fyrsta skiptið var ég í rauninni ekki með neina stuðningsaðila en eftir keppnina buðust mér styrktarsamningar. Í dag fæ ég öll mín fæðubótarefni hjá Ultimate Sports Nutrition – USN á Íslandi sem fæst í Holland og Barrett í Smáralindinni. Líkamsræktin sem ég æfi í styrkir mig mjög mikið, Pumping Iron í Dugguvogi, þar sem Jimmy Routley er þjálfarinn minn. Nyx Cosmetics í Bæjarlindinni sér mér fyrir öllum þeim snyrtivörum sem ég þarf.
Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?
Ég tek lyftingaæfingar ólíkt öðrum á morgnana og brennslu á kvöldin. Æfingarnar á morgnana eru þó oft blanda af lyftingum og brennsluæfingum sem taka vel á þolið. Ég er með einn hvíldardag í viku. Ég tek alltaf einangraða vöðvahópa hverju sinni, bak, lappir, hendur, axlir o.s.frv. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að fara reglulega í nudd og rúlla líkamann.
Hvernig er mataræðið?
Máltíð 1: Próteinshake eftir æfingu.
Máltíð 2: Hafragrautur.
Máltíð 3: Eggjahvítur.
Máltíð 4: Kjúklingur/Lax + brún hrísgrjón/sætar kartöflur og grænmeti.
Máltíð 5: Grænt epli og egg.
Máltíð 6: Kjúklingur/Fiskur og brokkólí.
Máltíð 7: Stundum mjólkurprótín fyrir svefninn.
Hvaða bætiefni hefur virkað best fyrir þig?
Próteinshake eftir æfingar
Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?
Kærastinn minn er mjög góður í að hvetja mig áfram, segir mér að hugsa hvað mér á eftir að líða vel eftir á þegar ég nenni alls ekki á æfingu og vekur mig á þeim dögum sem er extra erfitt að fara framúr rúmminu. Ég er með mjög mikið keppnisskap og reyni alltaf að gera mitt besta. Ég elska rútínu svo hún hvetur mig áfram á vissan hátt því allt verður að vera í röð og reglu. Ég fer á æfingu á morgnana kl 06:00 svo í skólann, úr skólanum í vinnu, úr vinnunni aftur á æfingu og borða og sef þess á milli. Mér finnst einnig ekkert verra en að bregðast þjálfaranum mínum því hann er með mér í þessu ferli og leggur mikinn tíma í að hjálpa mér að ná markmiðum mínum. Ég get alltaf leitað til hans og hann er góður í að peppa mig upp, því sumir dagar eru betri en aðrir í niðurskurði þegar stressið kemur stuttu fyrir mót. Það er einnig mikil hvatning í því að vera búin að ákveða að taka þátt í móti því enginn vill vera í slæmu formi fyrir framan fullan sal af fólki, á bikiníi einu fata.