Prótínríkt en kolvetnalítið mataræði hefur sína kosti og galla. Það dregur úr matarlyst, jafnar blóðsykur og eykur orkubrennslu vegna meltingar. Ástæða er til að benda á ókostina fyrir heilsuna samfara því að vera lengi á prótínríku og kolvetnalitlu mataræði.Mataræðið er frekar fituríkt og stuðlar því að hjarta- og kransæðasjúkdómum til lengri tíma litið.
Ástralskir vísindamenn hafa sýnt fram á að fituefnaskipti örvast yfir nóttina hjá feitu fólki sem borðar prótínríkan mat. Í rannsókninni var ekki athugað hvort fólkið léttist og þ.a.l. eru langtíma áhrif óþekkt.
Líkamsræktarfólk sem vill nota prótínríkt fæði í niðurskurði ættu að velja hollt fæði á borð við fisk, fitulítið kjöt, magrar mjólkurafurðir, ávexti og grænmeti. Forðast ætti fituríkar fæðutegundir eins og smjör, beikon eða majones.
(Nutrition & Dietetics, 3:246-252, 2008)