Ostur inniheldur mikið af mettuðum fitusýrum og hefur lengi vel verið talinn geta valdið hjartasjúkdómum eins og aðrar fituríkar fæðutegundir. Danskir vísindamenn sem fóru yfir rannsóknir á þessu sviði ályktuðu sem svo að það væri ekkert samband á milli ostaneyslu og kransæðasjúkdóma. Þrettán mjög umfangsmiklar og vel framkvæmdar rannsóknir sýndu fram á að ostaneysla jók vissulega magn mettaðrar fitu í blóðrásinni en hún tengdist einnig stórum flutningsefnum sem eiga ekki auðvelt með að komast inn í æðaveggi. Ostur er prótín- og kalkríkur og inniheldur samtengdar línolfitusýrur (CLA) og bakteríur sem eru nauðsynlegar fyrir góða efnaskiptaheilsu.
(Critical Reviews in Food Science and Nutrition, vefútgáfa 30. janúar 2015)
