Næringarfræðingar breyta ráðleggingum sínum
Ráðleggingar næringarfræðinga í gegnum tíðina hafa ekki tekið stórfeldum breytingum í meginatriðum á síðustu áratugum. Á þessu er þó ein undantekning. Í upphafi áttunda áratugarins var talið skrifað í stein að fita væri af hinu illa og þá sérstaklega mettuð fita. Stór safngreiningarrannsókn sem birt var 2014 ögraði þessu viðhorfi næringarfræðinga.
Í safngreiningarrannsókninni fór teymi vísindamanna undir stjórn Rajiv Chowdhury við Cambridgeháskóla í Bretlandi yfir fjölda birtra rannsókna á þessu sviði. Niðurstaðan var sú að mikil neysla á mettaðri fitu eða fjölómettuðum fitusýrum hefði ekki áhrif á hættuna á kransæðasjúkdómum. Vísindamennirnir báru saman áhættu á að fá hjartasjúkdóma út frá mikilli eða lítilli neyslu á mismunandi fitutegundum.
Niðurstöðurnar byggðust á greiningu 76 rannsókna þar sem 700,000 manns voru þátttakendur. Rannsóknin hrakti ágæti ráðlagt mataræðis hins opinbera sem á áttunda áratugnum þar sem lögð var áhersla á að fólk ætti að minnka neyslu á mettaðri fitu og borða frekar fæðutegundir með fjölómettuðum fitusýrum eins og hnetum, fiski og jurtaolíum.
Taka þarf tillit til offitu, hversu mikið fólk hreyfir sig, hver hitaeininganeyslan er, hversu mikið af hitaeiningunum eru úr unnum kolvetnum (sykri) og hversu mikið salt er í mataræðinu. Allt hefur þetta áhrif á heilbrigði hjarta- og kransæðakerfisins.
Samkvæmt niðurstöðum vísindamannanna þarf að horfa á heildina í stað þess að einblína á einstaka fæðutegundir eða orkuefni.
Magn fæðu almennt og samspil hennar við hreyfingu á að vera í aðalhlutverki í stað þess að mettuð fita, kolvetni eða ákveðnar fæðutegundir steli athyglinni. Ofneysla gerir ekki upp á milli fæðutegunda.
(The New York Times, 31. október 2016; American Journal of Clinical Nutrition, 100: 1407-1408, 2014)