Lárus Sigurðarson mun taka að sér að ljósmynda keppendur í módelfitness á laugardaginn fyrir Bikarmótið. Sendur verður tölvupóstur til keppenda með upplýsingum um stað og stund fyrir myndatökuna.

Stefnt er á að myndatakan fari fram á milli kl 13.10-15.00.

Lárus er snjall ljósmyndari og hægt er að sjá sýnishorn af myndunum hans á vefsetrum hans sem eru www.larus.is og www.lallisig.is og á flickr

Tekið skal fram að keppendum í módelfitness ber ekki skylda til að mæta í myndatökuna. Myndirnar eru ætlaðar til birtinga í Fitnessfréttum, fitness.is og hugsanlega öðrum fjölmiðlum. Ef einhver keppenda vill semja um eigin notkun á myndunum er velkomið að ræða það við Lárus.

Vert er að nefna að myndirnar af módelfitneskeppendum í myndasafni fitness.is eru að verða mest skoðuðu myndirnar í safninu. 

kv. Einar Guðmann