Þeir sem þjást af mígreni ættu að draga úr fituneyslu. Mjög athyglisverðar niðurstöður fengust úr rannsókn sem sagt er frá í ritinu Journal of Women´s Health & Gender-Based Medicine er sagt frá því að með því að draga úr fitu í mataræðinu dregur úr tíðni og endingu mígreniskasta sem og því að köstin urðu ekki eins áköf. Talið er að ein ástæðan fyrir því sé sú að þegar fólk dregur úr fituneyslu eykst að sama skapi kolvetnaneyslan sem getur haft þau áhrif að örva framleiðslu serotonins sem vinnur gegn mígreni. Í rannsókninni dró úr einkennum um helming hjá þeim konum sem minnkuðu fituneysluna niður í 20% heildarorkunnar. Þær þurftu auk þess ekki á eins miklum verkjalyfjum að halda þegar þær fengu köstin.