Meira en þriðjungur kvenna er háður súkkulaði. (Sem þýðir að þær finna fyrir mikilli þörf fyrir það, geta ekki staðist það eða finna fyrir fráhvarfseinkennum þegar þær hætta að borða það). Þetta er niðurstaðan í nýlegri rannsókn sem gerð var við Washington Háskólann í St. Louis í Bandaríkjunum. Ennfremur kemur á óvart að 30% kvenna eru háðar æfingum. Sem betur fer eru ekki allir ávanar „slæmir“. Hvernig veistu hvort þú ert háð einhverju? EF þú finnur fyrir streitu sem tengist ávananum,  hann kemur í veg fyrir markmið þín eða hann truflar félagsleg samskipti ertu á hálum ís. Önnur atriði sem karlar og konur eru háðar eru t.d:

Athöfn % háðra kvenna % háðra karla
Súkkulaði 36% 8%
Koffein 36% 23%
Æfingar 30% 31%
Sjónvarp 17% 34%
Internetið 6% 23%