margretgnarr2319066Olympía mótið fór fram í nótt í Las Vegas í Bandaríkjunum þar sem Margrét Gnarr hafnaði í 13 sæti af 42 í sínum flokki á þessu stærsta atvinnumannamóti heims í fitness og vaxtarrækt. Mótið er sterkasta mót sinnar tegundar, enda einskonar heimsmeistaramót atvinnumanna, sama mót og gerði Arnold Schwarzenegger frægan og er þetta í fyrsta skipti sem Ísland á keppanda á mótinu. Markmið Margrétar var að komast í úrslit 15 efstu og er hún gríðarlega ánægð með að hafa komist í þann hóp og er mjög sátt eftir mótið.

Í spjalli eftir mótið sagðist Margrét vera mjög sátt með úrslitin, þetta væri hennar fyrsta Olympía mót og ferillinn hennar væri því rétt að byrja á þessu sviði.

Það að komast í hóp 15 bestu atvinnumanna í heiminum er frábær árangur. Þessi árangur á eftir að þýða að fjölmargar dyr opnast fyrir henni gagnvart öðrum mótum og möguleikum á atvinnumennsku í fitness- og vaxtarræktarheiminum.

Næsta mót sem Margrét keppir á er Nordic Pro sem haldið er í Finnlandi í Október.

Fleiri myndir eru hér.