Í lok júní fer fram Evrópumót unglinga og öldunga í Alcalá de Henares í Madríd á Spáni. Þau Magnús Bess Júlíusson og Kristín Kristjánsdóttir munu halda utan til keppni. Magnús í vaxtarrækt en Kristín í fitness.

Reikna má með að á þessu móti verði á bilinu 200-300 keppendur ef allt er talið þar sem þetta eru yfirleitt frekar fjölmenn mót. Þarna mætast því bestu keppendurnir frá hinum ýmsu heimshornum og þau Kristín og Magnús standa því í ströngu.