Einungis 5% þeirra sem ná að létta sig verulega halda þyngdinni lengur en eitt ár.

Það er hálfdapurleg staðreynd að einungis 5% þeirra sem ná að létta sig verulega halda þyngdinni lengur en eitt ár. Þrátt fyrir þessa nöturlegu tölfræði er þó til fólk sem léttist og nær að halda þyngdinni varanlega í skefjum. Í Bandaríkjunum er til fyrirbæri sem heitir „The National Weight Control Registry“ sem er einskonar Hagstofa fyrir tölfræðiupplýsingar varðandi líkamsástand landsmanna. Umrædd hagstofa fylgist með fólki sem hefur lést um meira en 15 kíló og hefur ekki þyngst aftur í meira en eitt ár. Það er því athyglisvert að skoða hvað þetta fólk á sameiginlegt. Það brennir um 3000 hitaeiningum aukalega í hverri viku sem þýðir að það æfir um það bil klukkustund á dag. Ennfremur gætir þetta fólk sín á að borða hóflegan hitaeiningafjölda þegar á heildina er litið.

Uppskriftin að því að þyngjast ekki aftur felur því í sér eftirfarandi:

  1. Æfðu á hverjum degi. Reyndu að æfa eða hreyfa þig í 45 til 90 mínútur samanlagt á hverjum degi.
  2. Lyftu lóðum tvisvar til þrisvar í viku. Viðnámsþjálfun stækkar vöðva og fjölgar insúlínviðtökum í vefjum.
  3. Losaðu þig við aukakílóin. Rannsóknir hafa sýnt að með því að léttast um fimm til átta kíló eykst insúlínviðnám sem leiðir að lokum til þess að auðveldara verður að losna við magafitu.
  4. Fylgdu Miðjarðarhafsmataræðinu sem byggist að mestu á fiski, ferskum ávöxtum, grænmeti, mögru kjöti, ólífuolíu og öðrum fjölómettuðum fitusýrum og grófu kornmeti.

(American Journal Clinical Nutrition, 82: 222S-225S, 2005)