Image of sporty company six friends on bicycles outdoors againstÞað varð allt vitlaust þegar þvagfærafræðingurinn Irwin Goldstein við Læknisfræðiháskólann í Boston fullyrti „að það eru bara til tvenns konar hjólreiðamenn: Þeir sem eru orðnir getulausir og þeir sem eiga eftir að verða getulausir.“ Caner Baran við Háskólann í Tulane í Bandaríkjunum endurskoðaði útgefnar rannsóknir á þessu sviði og tók undir skoðanir Dr. Goldstein. Hjólreiðar valda meiðslum á þvagfærakerfi karla og kvenna. Allt að 91% hjólreiðamanna dofna á kynfærunum eftir nokkurra klukkustunda hjólreiðatúr. Um 25% hjólreiðamanna eiga við risvandamál að stríða sem er fjórfalt hærra hlutfall en þekkist meðal sundmanna og hlaupara á sama aldri. Hjólreiðamenn eru sömuleiðis í meiri hættu en aðrir á sístöðu reðurs. Það er vandamál sem getur verið mjög vandræðalegt þar sem félaginn þarna niðri neitar að slaka á langtímum saman. Blóðkekkjun í limnum, fækkun sáðfrumna, blóðrauði í þvagi, álag á kólfinn (spermatic cord), bólgur í blöðruhálskirtli og hækkun í PSA prófi eru allt einkenni sem hjólreiðamenn koma illa út í samanburði gagnvart þeim sem stunda ekki hjólreiðar.
Þeir sem hjóla meira en þrjár klukkustundir á viku eru í aukinni hættu á tauga- og blóðflæðisvandamálum í kynfærunum. Talið er að betri hönnun á hjólreiðasætum gæti dregið úr vandanum.
(Sexual Medicine Reviews, 2: 93-101, 2014)