Statínlyf tilheyra flokki blóðfitulækkandi lyfja sem eru mikið notuð hér á landi. Læknar ávísa þessum lyfjum í þeim tilgangi að lækka LDL kólesteról í blóði og þríglýseríð.

Hér á landi er notkun statínlyfja mjög algeng. Ein helsta aukaverkunin vegna þeirra er vöðvaskemmdir.

Ein helsta aukaverkunin af töku þessara lyfja er vöðvaskemmdir. Fólk sem tekur statínlyf þarf að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart rákvöðvalýsu í kjölfari ofþjálfunar.

Öll þjálfun sem byggist á áreynslu fram að uppgjöf er varhugaverð fyrir þá sem taka statínlyf. Lyfin virðast ýta undir vöðvaskemmdir og því ber að fara varlega.

David Shewmon og John Craig við Cleveland Klíníkina í Wooster, Ohio birti nýverð rannsókn sem sýnir fram á að fæðubótarefni sem innihalda kreatín komi í veg fyrir vöðvaskemmdir hjá þeim sem taka statínlyf.

Kenningin er sú að áhrif statínlyfja felist í að þau tæmi kreatínbyrgðir vöðvana. Með því að taka 5 grömm af kreatíni á dag í sex vikur var hægt að koma í veg fyrir vöðvaskemmdir. Kreatínið kom í veg fyrir vöðvaskemmdirnar með því að viðhalda kreatínmagni vöðvana.

Kreatín kom einnig í veg fyrir ýmis önnur mælanleg frávik í frumum sem bendluð eru við statínlyfjatöku.

Statínlyf eru ekki óumdeild. Þau virka vel til að lækka gildi vonda kólesterólsins í blóði og gera það á mun skilvirkari hátt en mataræðið eitt og sér. Statínlyf eru talin minnka hættuna á hjartaáföllum og heilablóðfalli um 40% hjá ákveðnum hópum. Þau gagnast því vel þeim sem á þurfa að halda.

Kreatín-mónóhýdrat getur stuðlað að því að gera töku þessara lyfja bærilegri fyrir þá sem á þurfa að halda.
(Annals Internal Medicine, 153:690-692)