Grip-styrkur er takmarkandi þáttur í hinum ýmsu þrautum þar sem halda þarf á stöng eða ganga lengi með eitthvað þungt í höndunum. Kaffi dregur úr sársaukanum sem fylgir langvarandi gripi samkvæmt rannsókn sem gerð var við Háskólann í Louisiana-Lafayette í Bandaríkjunum. Íþróttamenn meðal nemenda tóku 100 mg af koffíni fimm mínútum áður en þeir hófu æfingar – skammturinn þykir ekki stór.

Koffín örvar losun frumukalks sem eykur gripstyrk og minkar hin ýmsu efni sem varða sársauka og blóðflæði. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að koffínið dregur úr sársauka sem fylgir þolgreinum og lotubundinni þjálfun. Koffínið eykur sömuleiðis orkustigið á meðan æfingum stendur og er þar af leiðandi vinsælt meðal líkamsræktarfólks.

(Journal Strength Conditioning Research, 25: 1226-1228, 2011)