Nafn: Ísabella Ósk Eyþórsdóttir
Fæðingarár: 1991
Bæjarfélag: Reykjanesbær
Hæð: 162
Keppnisflokkur: Módelfitness kvenna -163
Atvinna eða skóli: Airport associates og danskennari hjá danskompaní

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Ég vildi fyrst og fremst koma mér í gott form ég hef verið í dansi síðan ég var þriggja ára gömul og langaði að prufa einhvað nýtt ég hafði skoðað á netinu um módel fitness og þá kviknaði mikill áhugi fyrir að prufa það, ég leitaði mér að einkaþjálfara sem settist niður með mér og við gerðum markmið og apríl 2012 keppti ég á mínu fyrsta móti hjá IFBB.

Keppnisferill:

IFBB apríl 2012
WBFF júní 2012 lenti í 2 sæti
WBFF nóvember 2012 lenti í 2 sæti

Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?

Ultratone Reykjanesbæjar og thai Keflavík hafa verið mínir helstu styrktaraðilar

Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?

Í niðurskurði byrja ég daginn á klukkutíma brennslu þá hleyp ég yfirleitt í 2 mín og hvíli í 1 mín .
Tek kvið og rass annan hvern dag með því aukalega.
Svo lyfti ég eftir hádegi er þrisvar sinnum í viku hjá Konna einkaþjálfaranum mínum og svo er ég sjálf hina dagana

Vikan mín hljómar nokkurn vegin svona

Mánudagur
Axlir og þrívöðva

Þriðjudaga
Fætur

Miðvikudaga
Bak

Fimmtudaga
Rass og ham

Föstudaga
Axlir

Laugardaga
Rass og ham

Sunnudaga
Hvíld

Svo tek ég 40 min brennslu aukalega eftir lyftingar

Hvernig er mataræðið?

Mataræðið í niðurskurði hjá mér er í kringum 1200-1400kal
Þá er ég að borða egg,kjukling,fisk,sætar og grjón, grænmeti,hafra,rúsínur og fl.

Hvaða bætiefni hefur virkað best fyrir þig?

SciMx

Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?

Vanillu whey protein 2 x á dag eftir æfingar
CLA 2 stk morgna,hádeginu og á kvöldin
ZMA 1 stk fyrir svefn
Svo C vítamín og járn

Seturðu þér markmið?

Já ég set mér langtíma markmið og fylgi þeim eftir fram á síðasta dag.
Því manneskja án markmiða er eins og skip án stýris sem siglir stefnulaust.

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Að horfa á myndbönd og myndir af örðum keppendum erlendis sem og hérna heima
Það er mikil hvatning að sjá öðrum ganga vel, það hvetur mig áfram að gera betur.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?

Nathalia melo er mikil fyrirmynd mín, gaman að fylgjast með myndum og æfingarmyndböndum af henni og einnig er hun dugleg að setja inn matarmyndir og uppskriftir sem er gaman að prufa .

Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?

Hún Katrín Edda er mín fyrirmynd í módel fitness hérna heima alltaf hvetjandi að fylgjast með henni og hún er með yfirburða sviðsframkomu

Uppáhalds lögin í ræktinni?

Beyonce er í miklu uppáhaldi hjá mér.

Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?

Sigurinn felst í að sigra sjálfan sig og gera betur en síðast