madur2344Það tekur mörg ár að byggja upp vöðvamassa og styrk í viðstöðulausum æfingum. Spurningin er hvað gerist síðan þegar hætt er að æfa? Safngreiningarrannsókn sem franskir vísindamenn unnu upp úr 103 rannsóknum sýndi fram á að styrkur og kraftur minnkar jafnt og þétt þegar hætt er að æfa. Afturhvarfið er mest hjá eldra fólki og þeim sem hafa æft í skamman tíma. Aðrar rannsóknir hafa hinsvegar sýnt að hægt er að viðhalda styrk með frekar lítilli fyrirhöfn – eða með því að æfa einu sinni í viku eða jafnvel bara aðra hverja viku. Allir íþróttamenn þurfa sinn hvíldartíma en það skiptir miklu máli þegar hætt er að æfa að reyna að æfa þrisvar til fjórum sinnum á mánuði í stað þess að hætta alveg.

(Scandinavian Journal of Medicine & Science in Sports, vefútgáfa í febrúar 2013)