Með því að borða prótín innan tveggja tíma frá æfingu eykst nýmyndun vöðvaprótína í líkamanum. Prótínið þarf að innihalda nauðsynlegar amínósýrur eins og leucine því þær eru uppbyggingarefni prótíns.

Þær virkja það efnaskiptaferli sem þarf að eiga sér stað til þess að nýmyndun vöðva fari í gang. Vísindamenn hafa mælt hversu mikið af prótíni er ákjósanlegast fyrir vöðvauppbyggingu með því að gefa þátttakendum í rannsókn 0, 5, 10, 20 og 40 grömm af eggjaprótíni til þess að mæla hversu mikil nýmyndun vöðvaprótína á sér stað eftir æfingu með lóðum. Samkvæmt þeirra niðurstöðum eru 20 g ákjósanlegt magn til þess að stuðla að nýmyndun vöðvaprótína eftir æfingu.
(American Journal of Clinical Nutrition, 89: 161-168, 2009)