Hrafnhildur Ýr Rafnsdóttir
Hrafnhildur Ýr Rafnsdóttir

Nafn: Hrafnhildur Ýr Rafnsdóttir
Fæðingarár: 1984
Bæjarfélag: Ísafjörður
Hæð: 163
Þyngd: 60
Keppnisflokkur: Fitness kvenna -163, Módelfitness kvenna -163
Heimasíða eða Facebook: https://www.facebook.com/hrabbayr
Atvinna eða skóli: Einkaþjálfari hjá Stúdio Dan

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Eignaðist tvö börn með einungis 17. mánaða millibili og langaði að setja mér háleit markmið hvað varðar kroppinn svona eftir barneignir. Varð svo algjörlega háð sportinu og sé ekki fram á að hætta því nokkurn tímann.

Keppnisferill:

Keppti á bikarmóti í nóvember 2012 í módelfitness, varð í 13.sæti.
Keppti í bikarmóti í nóvember 2013 í fitness, varð í 5 sæti.

Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?

Mínir helstu stuðningsaðilar eru þeir sem að ég hef hér í heimabyggð. Craft hefur séð mér fyrir æfingarfatnaði. Stúdíó Dan styrkir mig með líkamsræktarkort. Heilsusetrið sér mér fyrir trimform og tímum í infrarauðum hitaklefa og Dekurstofan Dagný sér um að vaxa mig rétt fyrir mót. Auk þess að eiga góða fjölskyldu og vini sem allt fyrir mig gera.

Hvaða bætiefni hefur virkað best fyrir þig?

CLA

Seturðu þér markmið?

Mér finnst ég alltaf verða að hafa eitthvað að stefna að. Er mikil keppnis manneskja þó maður sé mest að keppa við sjálfan sig. Það hvetur mig líka til að halda rútínunni minni og skipulagi en það er eitthvað sem að mér finnst nauðsynlegt verandi mikið ein með 2 lítil kríli.

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Maðurinn minn og börnin, sem og persónulegi árangurinn sem að ég hef nú þegar náð.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?

Er mikill Nicole Wilkins aðdáandi, finnst hún algert æði. Og eins Erin Stern.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?

Mér finnst Kristín Kristjáns og Ranný Kramer svo ótrúlega flottar.

Uppáhalds lögin í ræktinni?

Finnst ´Lose yourself´ með Eminem gott ef að ég er að missa dampinn. Annars get ég spilað „Sweet nothing“ með Calvin Harris og „Addicted to you“ Avicii endalaust. Sem og „Happy“með Pharrell.

Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?

Sá, uppskera, upplifa og njóta.