Hitaeiningabrennsla ofmetin
Í nýlegri skýrslu sem birt er í Tufts Health and Nutrition Letter er bent á að hlaupabretti af ýmsu tagi ofmeti hitaeiningabrennslu um 10-15 prósent. Til þess að leiðrétta brennsluna eru gefin eftifarandi ráð:

1. Vertu fimm mínútum lengur á hlaupabrettinu en þú ert vanur og ekki telja þær hitaeiningar með.
2. Stimplaðu inn léttari líkamsþyngd en raunin er. Þannig er reiknuð út minni hitaeiningabrennsla sem ætti að gefa réttari mynd af því sem raunverulega er brennt.
3. Gerðu æfinguna erfiðari eftir svolitla stund. Þegar æfingin fer að verða léttri þýðir það að færri hitaeiningum er brennt.
4. Beittu réttri aðferð. Handföng á hlaupavélum eða stigvélum eru gerð til þess að halda jafnvægi, ekki til þess að halda þér uppi.
5. Prófaðu að skipta reglulega um æfingatæki. Þá eru litlar líkur á að þú venjist of mikið við að nota sama æfingatækið.
6. Hugsaðu lítið um hitaeiningabrennsluna en þeim mun meira um að gera æfinguna vel þannig að hún taki vel á.