Hjartagóður tómaturEf þú borðar tómata á hverjum degi geturðu hugsanlega komið í veg fyrir hjartasjúkdóma og krabbamein, auk þess sem kyngetan mun getur einnig hugsanlega aukist. Stórar fullyrðingar, en tómatar innihalda efni sem kallast lycopen, en það er efnið sem gerir þá rauða. Það hefur reynst draga úr áhættunni gagnvart blöðruháls- brjósta- ristils- og lungnakrabbameini auk þess sem það eykur hugsanlega frjósemi karla. Þessi hjartagóða fæða dregur úr tilhneigingu blóðsins til þess að hlaupa í kekki sem talið er varna hjartaslagi og heilablóðfalli. Finnskir vísindamenn hafa komist að því að karlar sem hafa lítið af lycopeni í blóðinu fá hjartasjúkdóma frekar en aðrir.
Gerðu tómata að órjúfanlegum hluta mataræðisins og hafðu í huga að aðrar tómatvörur eins og tómatsósa og tómatsafi innihalda einnig lycopen.
(Tufts University Health and Nutrition Letter. Mars., 2003)