Fituefnaskipti flækja efnaskipti og orkubúskap líkamans.

Orka getur einungis breyst úr einu formi í annað og ekki er hægt að eyða orku. Þetta er eitt það fyrsta sem kennt er í eðlisfræði. Þetta þýðir að ef við borðum ákveðið magn hitaeininga þurfum við að skila þeim af okkur í gegnum efnaskipti eða geyma þær í líkamanum í formi fitu.

Fituefnaskipti líkamans eru hinsvegar ekki sérlega einföld vegna eiginleika þeirra til að hægja á sér þegar hungur steðjar að. Kyrrsetufólk er mun líklegra til að fitna en þeir sem hreyfa sig mikið þrátt fyrir að hinir síðarnefndu borði meira.

Í þriggja ára rannsókn sem þeir David Hume og félagar við Háskólann í Cape Town í Suður Afríku gerðu kom í ljós að hreyfing og líkamsrækt eru hugsanlega betri leið til þyngdarstjórnunar en það eitt og sér að skera niður hitaeiningarnar.
(American Journal of Clinical Nutrition,
103: 1389-1396, 2016)