KraftlyftingariStock_000041428630XXXLargeFrá því á níunda áratugnum hafa nokkuð margar rannsóknir sýnt fram á að styrkur minnkar ef þolæfingar eru teknar samhliða styrktaræfingum. Hlébundnar átakaæfingar eða HIIT eins og þær hafa verið kallaðar á slangurmáli hérlendis auka hinsvegar súrefnisupptöku um nærri 10% og styrk í efri hluta líkamans. Crossfitæfingar sem fela í sér mikil átök og áreynslu á þolið hafa líka jákvæð áhrif á þol, styrk og bætt vöðvahlutfall gagnvart fitu líkamans.
(European Journal of Applied Physiology, vefútgáfa 5. janúar 2014)