Af sumum heimsmetum er erfitt að vera stoltur. Við íslendingar njótum þess vafasama heiðurs að eiga heimsmet í kókópuffsáti. Við borðum 325 tonn á ári af kókópuffsi og gera má ráð fyrir því að það séu fyrst og fremst börn og unglingar sem borði megnið af því.