Sigurður Gestsson og Sesselja Sif Óðinsdóttir á heimsmeistaramótinu.

Haldið í Bratislava Slovakíu í júní 2010

Sesselja Sif Óðinsdóttir tók þátt í fyrsta heimsmeistaramóti barna í fitness hjá IFBB í sumar. Alls kepptu um 100 keppendur á mótinu í þremur aldursflokkum en Sesselja sem keppti í flokki 8-9 ára stóð sig með miklum sóma og hafnaði í 14. sæti í sínum flokki. Þess má geta að Sesselja er mjög öflug fimleikastelpa og það hjálpaði mjög mikið til þess að ná þessum árangri. Sesselja er dóttir Kristínar Kristjánsdóttur sem er margfaldur íslandsmeistari í fitness. Mjög líklegt er að það verði keppt í þessari skemmtilegu íþrótt innan skams hér á íslandi.