Health CareÞað þarf ekki að efast lengur um áhrif hóflegra æfinga á lækkandi blóðþrýsting. Eðlilegur blóðþrýstingur minnkar líkurnar á heilablóðfalli, hjartaslagi, risvandamálum og nýrnasjúkdómum svo eitthvað sé nefnt. Fjölmargir fræðingar halda því fram að jákvæð áhrif æfinga á heilsuna eigi við um íþróttamenn eins og aðra. Þetta þarf þó ekki endilega að vera rétt samkvæmt endurskoðun rannsókna sem norskir vísindamenn gerðu. Samkvæmt rannsóknum á rúmlega 138.000 íþróttamönnum eru engar sérstakar sannanir þess efnis að blóðþrýstingur sé almennt lægri í íþróttamönnum en öðrum. Íþróttamenn sem keppa í kraftagreinum og eru með stækkað hjarta (ofvöxt í vinstra hvolfi) mælast með háþrýsting en niðurstöðurnar eru hugsanlega ekki að endurspegla almenning vegna líkamsstærðar íþróttamannanna og hugsanlega lyfjanotkun þeirra. Vísindamennirnir bentu á að notaðar höfðu verið mismunandi aðferðir til blóðþrýstingsmælinga sem gæti hafa haft áhrif á niðurstöðurnar. Keppnismenn eru því ekki endilega lausir við þau heilbrigðisvandamál sem fylgja háþrýstingi.
(British Journal Sports Medicine, vefútgáfa 28. janúar 2015)